Í janúar 2022 opnaði Seðlabanki Íslands lausafjárglugga sem innlánsstofnanir fengu aðgang að til að bregðast við óvæntri og tímabundinni lausafjárþörf. Við endurskoðun á tækjum Seðlabankans hefur bankinn ákveðið að útvíkka þessa lausafjárfyrirgreiðslu þannig að hún nýtist lánastofnunum til að mæta tímabundnum sveiflum í lausafjárhlutfalli.
Hvernig hefur peningastefnan áhrif á efnahagsumsvif og verðbólgu? Hversu langan tíma tekur fyrir þessi áhrif að koma fram og hversu mikil eru þau? Þetta eru meðal lykilspurninga við mótun peningastefnunnar á hverjum tíma. Þessum farvegum peningastefnunnar um þjóðarbúið er lýst með því sem kallað er miðlunarferli peningastefnunnar.